2 3 4 5

8

Fyrirtækið
Reykhúsið Reykhólar var stofnað í desember 2009 af Oddi Vilmundarsyni og Aðalsteini Finsen. Báðir hafa langa reynslu af vinnslu sjávarafurða. Aðalsteinn er stofnandi og eigandi Tor ehf., sem verkar og flytur út fiskafurðir. Oddur hefur starfað þar frá árinu 1997 með hléum. Drög að stofnun reykhússins Reykhóla voru lögð á vormánuðum 2009, en stofnendur fyrirtækisins voru sammála um að rými væri fyrir gæðavöru á þessu sviði á markaði hérlendis sem erlendis.

Gæði
Þegar í upphafi var ákveðið að halda uppi kröfum um mestu gæði í framleiðslunni og halda bæði ferskleika og bragðgæðum í hámarki.

Leitað var til Guðjóns Oddssonar reykmeistara, sem hefur mjög mikla reynslu af framleiðslu og meðhöndlun á laxi. Guðjón var á árum áður leiðandi í þróun á reyktum og gröfnum laxi, og það er sérstakt ánægjuefni að hann skyldi fást til samstarfs. Ráðist var í kaup á nýlegum Ness reykofni að ráðleggingu Guðjóns.

Með þessum ráðstöfunum þykir okkur við hafa getað uppfyllt kjörorð okkar, sem er og verður GÆÐI OG GOTT BRAGÐ.

9

Reykhúsið Reykhólar ehf - Eyrartröð 13, 220, Hafnarfirði. - Sími: 824-3180 - rr@reykhusidreykholar.is